Kynning á starfi vetrar 2022 -2023

Published on Slideshow
Static slideshow
Download PDF version
Download PDF version
Embed video
Share video
Ask about this video

Scene 1 (0s)

Kynning á starfi vetrar 2022 -2023. A close up of a logo Description automatically generated.

Scene 2 (8s)

Upplýsingar um árgang. Kennarar: Sigríður Hallsteinsdóttir og Andrea Björk Auðunsdóttir Fjöldi nemenda: 22, 15 strákar og 7 stelpur Sund; byrjar í febrúar. Heimastofa nr 11, aukastofa nr. 14.

Scene 3 (1m 5s)

Skóladótið og nesti. Merkja föt, brúsa, nestisbox – auðveldara að koma aftur í réttar hendur Yfirfara tösku reglulega Allar umbúðir af nesti heim Vatn í brúsa – helst brúsa sem þarf ekki að opna alveg til að drekka úr Brauð með hollu áleggi Ávextir og grænmeti – skorið Engir fernudrykkir.

Scene 4 (2m 35s)

Ekki í boði. CRACKERS. Myndaniðurstaða fyrir corny.

Scene 5 (2m 54s)

Veikindi og forföll. Tilkynnið forföll daglega , fyrir kl. 08:10 í síma 411-6680. Hægt að tilkynna veikindi í gegn um Mentor . Sendið aðeins frísk börn í skólann Ef nemendur þurfa að vera inni EFTIR veikindi verða þeir að koma með miða frá foreldrum. Ekki er í boði að vera inni af því að barn er hugsanlega að verða lasið. Skólinn er: bóklegt og verklegt nám, frímínútur, íþróttir, útikennsla …...

Scene 6 (4m 0s)

Klæðnaður. Barnið verður að koma vel búið í skólann og klætt eftir veðri Frímínútur x2 á dag Gönguferðir og önnur útivera með kennurum Mikilvægt er að hafa aukaföt s.s. sokka og buxur í töskunni..

Scene 7 (4m 49s)

Verum börnunum góð fyrirmynd. Tölum jákvætt og fallega um skólann Sýnum góð samskipti við aðra Gerum raunhæfar kröfur Við hrósum fyrir jákvæða hegðun og leiðréttum neikvæða hegðun. Foreldrar bera ábyrgð á hegðun sinna barna, hjálpumst að við að kenna þeim rétta og góða hegðun og samskipti..

Scene 8 (5m 30s)

Námið í 1.bekk.

Scene 9 (5m 38s)

Lestur - vinnulag í bekk. Grunnefnið er Lestrarlandið, lestrar- og vinnubækur 1-2 bókstafir/hljóð á viku – hljóðaaðferð Nemendur vinna á eigin forsendum út frá sama viðfangsefninu Verkefni oft skipulögð sem leikur eða spil Áhersla á samvinnu nemenda Einstaklingsþörfum mætt inni í bekk með stöðva- og svæðavinnu Lestur á hverjum degi.

Scene 10 (6m 57s)

Lestur - hljóðavitund. færnin í að greina og þekkja hljóð bókstafa og lesa úr táknum þeirra. Gegnir mikilvægu hlutverki í tali og lestri. Mikilvægt að leggja áherslu á hljóð bæði há og lágstafa (B og b) Til að þjálfa sérstaklega erfið hljóð er gott að notast við fimiþjálfun – endurtekning, endurtekning, endurtekning. Fylgist með hvaða hljóð er verið að kenna – æfið hljóðin heima: Finnið orð sem byrja á hljóðinu Finnið orð sem hafa hljóðið inni í orðinu Finnið orð sem enda á hljóðinu Finnið eitthvað í umhverfinu sem á hljóðið Skrifið orð með hljóðinu Tengið hljóðið við önnur lærð hljóð (hljóðtenging).

Scene 11 (9m 25s)

. Lestur - hljóðkerfisvitund. Að vinna með rím, „hús – mús“ Að tengja atkvæði t.d. „Ég ætla að segja orðhluta. Segðu mér hvað orðið er. „ skó-li .“ Að sundurgreina atkvæði í orðum, t.d. „klappaðu saman höndunum fyrir hvert atkvæði sem þú heyrir í orðinu „kr ó k ó d í ll.“ Að eyða orðhlutum, t.d. „Segðu orðið „jarðarber.“ Segðu nú orðið án þess að segja „jarðar-.“ Að greina stök hljóð í orðum, t.d. „Hvaða hljóð heyrir þú í enda orðsins „blóm?““ Að tengja hljóð í orð, t.d. að tengja saman þessi hljóð til að búa til orð /d/-/æ/-/l/-/a/“ (foreldrar segja hljóðin en ekki heiti stafanna) Að sundurgreina hljóð í orðum, t.d. „Segðu mér hljóðin sem þú heyrir í orðinu „ mús .“ Að eyða hljóði, t.d. „Segðu orðið „kanna“, ég tek /k/ í burtu, hvaða orð verður þá eftir? Að bæta við hljóðum, t.d. „segðu orðið „ból“, hvernig verður orðið ef ég bæti /a/ aftan við? Eða segðu orðið „ ós “ hvernig verður orðið ef ég set /r/ fyrir framan „ ós “? Að skipta á hljóðum í orði, t.d. Segðu „melur“, hvernig breytist orðið ef ég tek /m/ í burtu og set /s/ í staðinn?.

Scene 12 (14m 12s)

Lestur - hraði. Hvernig getum við þjálfað leshraða: Fyrst og fremst að nýta 15-20 mínútur á dag 5-6 daga vikunnar í þjálfun – ALLTAF Æfa hljóðin Lesa í heimalestrarbók – kvitta í lestrarhefti Endurtekinn lestur Skiptilestur Tímatökulestur Tímatökulestur með þjálfun á milli umferða Lesa samstöfur (so, sa , sö …) og bullorð Lesa stök orð t.d. algengustu orðin www.100ord.is Velja erfið orð úr texta og æfa sérstaklega áður en texti er lesinn Lesa orð í umhverfinu Samvinna við umsjónarkennara/sérkennara.

Scene 13 (16m 25s)

Lestur - nákvæmni. Til að nemendur eigi auðveldara með að meðtaka það sem þeir lesa er lestrarnákvæmni mikilvæg Hlustið á nemendur lesa Stoppið rangt lesin orð – gott að fylgja með fingri eða blýanti, gefið nemanda færi á að leiðrétta sig sjálfan áður en þið leiðréttið – HRÓSIÐ  Algengar villur eru: Bæta við endingum Sleppa endingum Smáorð vitlaust lesin u lesið sem ú o lesið sem ó i lesið sem í Giskað á orð.

Scene 14 (18m 17s)

Ritun. Ritun þarf að kenna samhliða lestri. Hún leiðir til meiri lesturs, eykur orðaforða og eflir rökhugsun. Mikilvægt er að kenna réttan stafdrátt, lágstafir vilja vefjast fyrir nemendum – hægt að æfa inni á www. mms .is/ krakkasidur , leira stafi, skrifa í snjó, sand o.fl. Velja orð úr texta sem nemendur lesa – einföld orð fyrst og svo flóknari eftir því sem færni eykst. Foreldrar velja orð, nemendur skrifa þau..

Scene 15 (19m 38s)

Orðaforði. Að skilja það sem er lesið er megin tilgangur lesturs Góður orðaforði kemur ekki af sjálfu sér, það þarf að þjálfa hann: Lesa upphátt fyrir nemendur – ekki hætta þó nemandi geti lesið sjálfur Ræða um það sem lesið er Hlusta á nemendur lesa og ræða það sem þeir lesa Útskýra merkingu orða – láta nemendur útskýra Rifja upp áður útskýrð orð – orðasambönd Nota ríkulegan orðaforða við nemendur í daglegu tali.

Scene 16 (20m 34s)

Stærðfræði. Námsgögn: Sproti 1a og 1b og 2a nemendabók og æfingahefti. Kubbar, smáhlutasöfn ofl . Námstilhögun: Reynt að efla sjálfstæða hugsun við vinnu. Nemendur vinna einir eða í litlum hópum. Áhersla á hlutbundna vinnu. Námsþættir: flokkun og talning, fleiri og færri, tölustafirnir, form og mynstur, samlagning og frádráttur..

Scene 17 (22m 0s)

Samfélags- og náttúrugreinar. Skólinn inni og úti Kóngulær Húsdýr Líkaminn Vinna með atburði sem tengjast daglegu lífi og/eða hátíðum eins og jólum og páskum. Ferilmappa Umferðarfræðsla Tísla - lífsleikni.

Scene 18 (22m 41s)

Verklegar greinar. Íþróttir og sund Tveir tímar á viku. Mæta með íþróttaföt (stuttbuxur og bol eða leikfimibol). Hafa íþróttafötin í sér tösku/poka. Sund hefst í lok febrúar, nánar síðar. Heimilisfræði Myndmennt Tónmennt – söngsalur Snillismiðja.

Scene 19 (23m 42s)

Heimanám. Heimalestur á hverjum degi með fjölbreyttri vinnu af hálfu foreldra Heimalesturinn gengur fyrir öðru námi. Skrift 1x í viku Stærðfræði og annað eftir þörfum. Hjálpið barninu við námið með því að skapa því góða námsaðstöðu, nægan tíma og næði til heimavinnu.

Scene 20 (25m 7s)

Halda gleðinni Byggja upp áhuga Lesefni eftir getu Lesefni eftir áhuga Aðhald að skrá lesturinn Kennsla í skólanum – þjálfun heima Ef illa gengur hafið strax samband við umsjónarkennara – finnum leiðir í sameiningu Ekki sjálfgefið að það gangi vel og viljinn sé til staðar hjá barninu. samvinna – samvinna – samvinna Lestur er að árangri.

Scene 21 (26m 32s)

Skólafélagsráðgjafi. Skólafélagsráðgjafi er Guðbjörg Edda Hermannsdóttir . Hún er við á mánudögum og þriðjudögum milli kl. 08:30 og 16:00. Netfangið er [email protected] Þér er ávallt velkomið að hringja eða senda tölvupóst Skólafélagsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda , stendur vörð um velferð og hagsmuni þeirra og aðstoðar þá við lausn þeirra vandamála sem upp koma , bæði í skólanum og utan hans ..

Scene 22 (26m 58s)

Skólafélagsráðgjafi frh.. Til skólafélagsráðgjafa er hægt að leita með : vinaleysi vanlíðan prófkvíða heimanám námsleiða kvíða eða depurð einelti lítið sjálfstraust eða feimni ofbeldi erfið samskipti við kennara eða börn erfiðar heimilisaðstæður og margt fleira.

Scene 23 (27m 19s)

Að lokum. Afmæli - Við skiljum ekki útundan Pössum upp á að það verði ekki einhver sem fær aldrei boðsmiða. Ef á að dreifa boðsmiðum á skólatíma þarf að fá samþykki kennara. Vinnum saman – samvinna skilar árangri.

Scene 24 (28m 8s)

Takk fyrir.